Hvernig nota má námskeiðið..
Samskipan: Smelltu hér til þess að samstilla þætti forritsins.
Þýðingar: Námskeiðið hefur verið þýtt á ýmis önnur mál.
Tungumál: Veldu málið sem þú vilt nota.
Leturgerð: Best er að velja leturgerð fyrir íslenska textann sem einnig hefur allt esperantostafrófið.
Yfirmerki: Stafataflan, sem notuð er í námskeiðinu heitir unikodo (unicode á ensku). Þessi stafatafla rúmar bæði alla íslenska stafi og alla esperantostafi. Ef þú styður á viðkomandi hnapp t.d. “c” og á “x” færðu “c” með yfirmerki, (hatti).
Leiðbeinandi: hallgr@simnet.is
Yfirmerktir stafir: Vinsamlegast láttu vita á hvern hátt þú ritar yfirmerkta stafi.
Réttur: Réttur til að nota námskeiðið, nafn höfundar og samstarfsaðila, upplýsingar um höfundarrétt á efni sem notað er í námskeiðinu, nafn þýðanda.
Eliri: Hætta.
Yfirlit um efni lexía.
Lexíur 01 - 07: Lexíur með hljóði til þess að æfa framburð.
Lexíur 07 - 11: Áframhald kennslu í framburði, textaskilningi og margs konar æfingar
Fina Ekzameno: Lokapróf.
Í hvaða lexíu var ég?: Smelltu á þetta til að fara beint í lexíuna sem þú varst að fást við síðast.
Til nemandans:
1. Hagaðu náminu eftir eigin þörfum hvað tíma snertir. Flýttu þér ekki um of, ráðlegt er að taka ekki nema eina lexíu á dag. Haltu því aðeins áfram að þér finnist að þú hafir efni lexíu dagsins fullkomlega á valdi þínu.
2. Gerðu æfingarnar eins oft og þér þykir þurfa, æfingin skapar meistarann.
3. Lestu setningar á esperanto alltaf upphátt, helst þangað til að þú kannt þær utanbókar.
4. Viðbúið er að árangur af námskeiðinu verði betri með því að hafa leiðbeinanda sem leiðréttir þýðingarverkefnin og sker úr um vafaatriði.
5. Að námskeiðinu loknu eru margar leiðir fyrir þig að halda áfram náminu t.d. með lestri bóka og tímarita, þátttöku í félagsstarfi og með því að nota netið. Þá má læra af bréfaskiptum við erlenda esperantista og að taka þátt í ráðstefnum sem fram fara á esperanto. Ekki má heldur gleyma að eftir tilkomu netsins er mun hægara að hlusta á útvarp á esperanto.
6. Ráðlegt er að gerast félagi í íslensku esperantosamtökunum (http://www. ismennt.is/vefir/esperant/). Samtökin eru með bækistöðvar sínar á Skólavörðustíg 6b í Reykjavík og veita allar nauðsynlegar upplýsingar. Auk þess er þar allgott safn bóka á esperanto.
7. Mikilvægt er að lesa verk eftir góða höfunda og venjast þannig góðum stíl og komast að því hve mikla möguleika málið hefur til að tjá hin ýmsu blæbrigði hugsunarinnar.
8. Að lokum: Nýttu þér það, sem þessi miðill býður upp á, til þess að víkka sjóndeildarhring þinn og kynnast fólki hvaðanæva að úr heiminum á málfarslegum jafnréttisgrundvelli.